Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - Vefnám

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta.

Í fyrsta hlutanum er farið yfir skilgreiningar, helstu fæðuofnæmis- og óþolsvalda, einkenni fæðuóþols og ofnæmis, um greiningar á ofnæmi og óþoli, um fæðuofnæmi og næringu og fl. (Fimmtudagurinn 28. október)

Kennari er Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Í seinni hlutanum er fjallað um úrræði í fæðismeðferð og matreiðslu fyrir þau sem eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol, um merkingu matvæla og vöruval og þætti sem hafa þarf að hafa í huga við matreiðslu fyrir fólk með fæðuofnæmi og fl. (Þriðjudagurinn 2. nóvember)

Kennari er Selma Árnadóttir, varformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. 

Námskeiðið er á vegum Iðunnar fræðsluseturs.


Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 1. og 3. febrúar kl. 14:00 - 16:00
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Fríða Rún Þórðardóttir og Selma Árnadóttir
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  5500060
 • Mat
  Þátttaka
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
01.02.2022Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðisFríða Rún Þórðardóttir og Selma Árnadóttir
03.02.2022Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðisSömu kennarar