Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - Vefnám

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta.

Í fyrsta hlutanum er farið yfir skilgreiningar, helstu fæðuofnæmis- og óþolsvalda, einkenni fæðuóþols og ofnæmis, um greiningar á ofnæmi og óþoli, um fæðuofnæmi og næringu og fl. (Fimmtudagurinn 28. október)

Kennari er Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Í seinni hlutanum er fjallað um úrræði í fæðismeðferð og matreiðslu fyrir þau sem eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol, um merkingu matvæla og vöruval og þætti sem hafa þarf að hafa í huga við matreiðslu fyrir fólk með fæðuofnæmi og fl. (Þriðjudagurinn 2. nóvember)

Kennari er Selma Árnadóttir, varformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. 

Námskeiðið er á vegum Iðunnar fræðsluseturs.


Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 1. og 3. febrúar kl. 14:00 - 16:00
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Fríða Rún Þórðardóttir og Selma Árnadóttir
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

    Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
01.02.2022Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðisFríða Rún Þórðardóttir og Selma Árnadóttir
03.02.2022Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðisSömu kennarar