Fjarteymisvinna - Vefnám

Það getur verið mjög krefjandi að vinna saman eingöngu í gegnum netið og áskorun að ná árangri sem teymi í fjarvinnu. Á námskeiðinu verður farið yfir lykilatriði sem snúa að árangursríkri teymisvinnu, hvernig við látum tæknina vinna með okkur og viðhöldum um leið kraftmikilli liðsheild.

Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur efla sig í fjarteymisvinnu og kynnast leiðum til að bæta vinnufyrirkomulag bæði hvað varðar samskipti og með notkun tækninnar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Grunninn að árangursríkri fjarteymisvinnu.
  •  Uppbyggingu trausts og samvinnu í fjarteymum.
  • Hvaða tækni megi nýta í fjarteymisvinnu og hvaða tækifæri eru til staðar til að vinna verkefnamiðað.
  • Hvernig megi vinna saman óháð staðsetningu.
  • Praktísk atriði í fjarteymisvinnu svo sem fundafyrirkomulag.
  • Skapandi leiðir til að hafa gaman í fjarteymisvinnu.

Hæfniviðmið

Að efla færni í að takast á við áskoranir nútímans.

Að fá góð ráð við notkun forrita eins og Zoom við fjarteymisvinnu.

Að læra praktísk atriði varðandi fjarteymisvinnu.

Að fá góð ráð um hvernig megi vinna saman sem teymi án þess að hittast.

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram í gegnum forritið Zoom og samanstendur af kynningu, verkefnavinnu og umræðum í hópum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 26. nóvember kl. 13:00 - 15:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir, MPM verkefnastjórar og stofnendur RATA.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er fyrir þá sem þurfa að aðlaga sig að breyttu vinnuumhverfi vegna áskorana nútímans og þurfa að færa sig að hluta til eða alfarið yfir í fjarvinnu.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.11.2020Fjarteymisvinna13:0015:00Hafdís Huld Björnsdóttir og Svava Björk Ólafsdóttir