Ábyrg notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu
- persónuverndarlög sem vegvísirinn
Ný tækni eins og gervigreind skapar bæði tækifæri og áskoranir fyrir opinbera stjórnsýslu. Hún getur aukið skilvirkni, bætt þjónustu við borgara og stutt við stefnumótun – en felur jafnframt í sér verulega áhættu fyrir friðhelgi og réttindi einstaklinga.
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði persónuverndarlaganna, helstu hugtök og skyldur þeirra sem vinna persónuupplýsingar ásamt aðferðarfræði laganna. Þá verður fjallað um snertifleti persónuverndar við gervigreind, hvenær persónuverndarlögin gilda og hvernig hægt er að stuðla að ábyrgri notkun gervigreindar í starfsemi hins opinbera með persónuverndarlög að leiðarljósi.
Hæfniviðmið
Að skilja grunnatriði persónuverndarlaganna og geta útskýrt helstu hugtök, skyldur og hlutverk ábyrgðar- og vinnsluaðila í opinberri stjórnsýslu.
Að geta greint hvenær persónuverndarlögin eiga við í tengslum við gervigreindarlausnir og metið hvaða áhættur og áskoranir geta skapast fyrir réttindi einstaklinga.
Að geta notað persónuverndarlög sem vegvísi að ábyrgri og lögmætri innleiðingu og/eða notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu.
Fyrirkomulag
Námskeiðið samanstendur af fræðilegri umfjöllun ásamt raunhæfum dæmum úr opinberri stjórnsýslu til að tengja efnið við daglegt starf þátttakenda.
Helstu upplýsingar
- Tími3. og 6. nóvember 2025, kl. 9-12. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd6 klst.
- UmsjónInga Amal Hasan, persónuverndarfulltrúi Persónuverndar
- StaðsetningStreymi
- TegundStreymi
- Verð42.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem hafa áhuga á málefninu
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
03.11.2025 | Ábyrg notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu: persónuverndarlög sem vegvísirinn | 09:00 | 12:00 | Inga Amal Hasan |
06.11.2025 | Ábyrg notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu: persónuverndarlög sem vegvísirinn | 09:00 | 12:00 | Inga Amal Hasan |