Trúnaðarmenn Sameykis | Starfsemi Sameykis og túlkun kjarasamninga

Farið er yfir starfsemi Sameykis og réttindi félagsfólks í sjóðum stéttarfélaganna, svo sem styrktar- og sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofssjóði og vinnudeilusjóði. Þá er farið yfir grundvallarkafla kjarasamnings þar sem fjallað er um vinnutíma og skipulag, vaktavinnu og hvíldartíma, matar- og kaffitíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarákvæði og fleira. Einnig er fjallað um launamyndunarkerfi eins og starfsmat og stofnanasamninga.

Hæfniviðmið

Að vera meðvituð um hvernig stéttarfélagið starfar

Að þekkja sjóði stéttarfélagsins og réttindi félagsfólks í þeim

Að þekkja innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim

Að vera meðvituð um gildi kjarasamninga og ráðningarsamninga

Að þekkja til helstu launamyndunarkerfa og geta lesið sig í gegnum launamyndun einstaklinga

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    28. janúar 2026, kl. 09.00 - 12.00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Starfsfólk frá Fjármáladeild, Félagsdeild og Kjaradeild Sameykis
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
28.01.2026Starfsemi Sameykis og túlkun kjarasamninga09:0012:00Starfsfólk frá Fjármáladeild, Félagsdeild og Kjaradeild Sameykis