Hvernig tekst ég á við fordómafulla umræðu?
Skaðleg orðræða um minnihlutahópa viðgengst allt of víða í samfélaginu, en oft upplifir fólk sig vanmáttugt gagnvart henni.
Á þessum fyrirlestri lærum við um birtingarmyndir og áhrif fordómafullrar umræðu og hatursorðræðu á einstaklinga og samfélög.
Einnig fáum kynningu á aðferðum gagnræðu (e. counterspeech) sem tæki til þess að takast á við fordómafulla umræðu og hatursorðræðu.
Hæfniviðmið
Að skilja áhrif fordómafullrar umræðu hatursorðræðu á einstaklinga, hópa og samfélög
Að átta sig á tengslum orðræðu og ofbeldis
Að þekkja árangursríkar aðferðir við að takast á við fordómafulla umræðu og hatursorðræðu
Fyrirkomulag
Fyrirlestur
Helstu upplýsingar
- Tími5. nóvember 2025 kl. 13.00 - 14.00
- Lengd1 klst.
- UmsjónÞorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ‘78
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á ZOOM
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja þekkja árangursríkar aðferðir við að takast á við fordómafulla umræðu
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
05.11.2025 | Hvernig tekst ég á við fordómafulla umræðu? | 13:00 | 14:00 | Þorbjörg Þorvaldsdóttir |