Að fyrirbyggja streitu og kulnun hjá kappsömu starfsfólki

Opinberir vinnustaðir þurfa á starfsfólki að halda sem vinnur störf sín af ástríðu og drifkrafti og miklum metnaði fyrir að gera vel. Slíkt starfsfólk er iðulega mjög kröfuhart á sjálft sig og aðra og getur átt á hættu að ofkeyra sig og brenna út. Því er mikilvægt að bæði stjórnendur og mannauðsfólk þekki einkennin og geti gripið í taumana og leiðbeint starfsfólki áður en í óefni er komið.

Vinnustofan er ætluð mannauðsfólki og stjórnendum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og er liður í að auka hæfni þeirra til að hafa áhrif á líðan starfsfólks og þar með að fækka fjarvistum vegna veikinda og kulnunar.

Jens Näsström er sænskur vinnusálfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem hefur sérhæft sig í velferð á vinnustöðum og aðferðum til að draga úr neikvæðum áhrifum streitu til að fyrirbyggja kulnun hjá starfsfólki. Hann hefur leiðbeint stjórnendum og mannauðsfólki í yfir tvo áratugi og leggur áherslu á að tengja fræðin við hagnýtar leiðir og á í virku samtali við mannauðsfólk og aðra sérfræðinga um að hlúa að góðri frammistöðu metnaðarfulls starfsfólks en um leið að leitast við að draga úr hættunni á andlegri örmögnun hjá þessum hópi. Rannsóknir hans ögra hefðbundnum sjónarmiðum um hvatningu, streitu og seiglu og bjóða vinnustöðum nákvæmari, fyrirbyggjandi nálgun á frammistöðu, vellíðan og langtíma atvinnuhæfni.

Jens mun halda erindi á málþingi um mannauðsmál þann 12. febrúar þar sem þemað er virkni og vellíðan á vinnumarkaði.

Á vinnustofunni þann 13. febrúar mun hann kafa dýpra í efnið og þar fá þátttakendur einnig að kynnast matstækinu AmbitionProfile og fá niðurstöður með vísbendingum um eigin stjórnunar- og leiðtogastíl. 

Hæfniviðmið

Að skilja og geta komið auga á einkenni streitu sem leitt getur til kulnunar hjá kappsömu starfsfólki.

Að skilja eigin stjórnunar- og leiðtogastíl og þekkja hagnýtar leiðir til að aðlaga hann að þörfum einstaka starfsmanns.

Að bera kennsl á einkenni þess að undir yfirborði fagmennsku og hæfni sé starfsfólk sem á í erfiðleikum og þarfnast stuðnings.

Að geta veitt starfsfólki stuðning til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif streitu og kulnunar.

Fyrirkomulag

Vinnustofa með fyrirlestri og verkefnum í bland þar sem ætlast er til að þátttakendur taki virkan þátt. Vinnustofan fer fram á ensku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    13. febrúar 2026, kl. 10.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Jens Näsström, vinnusálfræðingur
  • Staðsetning
    Húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    25.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Mannauðsfólk og stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.02.2026Að fyrirbyggja stress og kulnun hjá kappsömu starfsfólki 10:0012:00Jens Näsström