Sjúkratryggingar | Smithætta og hreinsun hjálpartækja

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða sýklar eru helst að valda vandamálum og hvernig er hægt að rjúfa smitleiðir þeirra.

Rætt verður um leiðir til að hreinsa og sótthreinsa tæki og tól og notkun  hreinsiefna og sótthreinsunarefna.

Fjallað verður um hlífðarbúnað og skynsamlega notkun hans. Umræður verða síðan í lok tímans.

Hæfniviðmið

Að fræða um helstu örverur sem eru að valda smiti milli manna og helstu varnir gegn þeim

Að efla öryggi starfsfólks við móttöku hjálpartækja sem koma úr misjöfnum aðstæðum

Að rýna aðstæður við móttöku notaðra hjálpartækja

Fyrirkomulag

Fyrirlestur frá kl. 08:15 - 09:45, síðan skoðun á vettvangi og ábendingar til kl. 10:15.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 13. desember kl. 08:15 - 10:15
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ása St. Atladóttir sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri sýkingavarna á sóttvarnasviði Embættis landlæknis
  • Staðsetning
    Sjúkratryggingar, í fundarsal hjálpartækjamiðstöðvarinnar, Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá Sjúkratryggingum
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það. Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Sjúkratryggingar greiða fyrir aðra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.12.2022Smithættur og hreinsun hjálpartækja08:1510:15Ása St. Atladóttir