Ás styrktarfélag | Hrós og gagnrýni

Á þessu námskeiði er leitast við að styrkja stjórnendur í að veita faglega og áhrifaríka endurgjöf - bæði í formi hróss og gagnrýni - svo að samskipti á vinnustað verði lipur og traust.

Ein algengasta niðurstaðan úr vinnustaðarkönnunum á Íslandi er að fólki finnst það fá of litla endurgjöf þ.e. of lítla gagnrýni á það sem betur mætti fara og of lítið hrós. Gagnrýni reynist mörgum stjórnendum og starfsmönnum erfið enda getur óvönduð gagnrýni auðveldlega dregið dilk á eftir sér í samskiptum. Algeng viðbrögð eru að fólk verður reitt og sárt eða lætur eitthvað flakka á móti. Eðlilega veigra margir sér við því að veita endurgjöf og láta þögnina duga. En hvernig á að gagnrýna?

Vandamálið við að hrósa er af aðeins öðrum meiði. Fólk vill fá hrós fyrir vel unnin störf en þegar viðkomandi fær svo hrós er tilhneiging til að gera lítið úr því. Vel veitt hrós þarf því að rökstyðja og útskýra ef vel á að vera.

Skoðuð verður aðferð Marshall Rosenberg (höfundur Non-Violent Communication), hagnýt og áhrifarík leið í fimm einföldum skrefum um það hvernig eigi að gagnrýna þannig að fólk fari ekki í vörn.

Hugmyndir fleiri fræðimanna um málefnið munu koma til tals, s.s. Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler. 

Hæfniviðmið

Að geta veitt skýr og uppbyggileg hrós

Að geta greint og brugðist við varnar­viðbrögðum í samtölum á viðeigandi máta

Að kunna velja viðeigandi orð og tón sem vekur traust

Að geta tekið þátt í og stýrt um­ræðum innan starfs­hóps sem stuðla að því að endur­gjöf verði regluleg, mark­viss og áhrifarík

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verklegar æfingar

Helstu upplýsingar

  • Tími
    9. desember 2025 kl. 13.00 - 16.00 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Ás styrktarfélag, Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogur
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Aðeins ætlað stjórnendum hjá Ás styrktarfélagi
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.12.2025Hrós og gagnrýni13:0016:00Eyþór Eðvarðsson