Sjálfvirkni og gervigreind kl. 13:00 - 16:00

Námskeiðinu er ætlað að efla skilning á hvað sjálfvirkni og gervigreind felur í sér og hvernig sú tækni getur auðveldað daglegt líf og störf. Farið er yfir mismunandi stig gervigreindar og sjálfvirkni og hún útskýrð á einfaldan hátt. Fjallað verður um hvernig gervigreind og sjálfvirkni er notuð í dag við hin ýmsu verk, allt frá einföldum ferlum sem aðstoða einstakling við að halda utan um eigin verk, svo sem tölvupóst og til stærri og flóknari viðfangsefna, til dæmis beitingu gervigreindar í stórfyrirtækjum. Tekin eru dæmi um hvernig nýta má sjálfvirkni til að hagræða og flýta fyrir verkum og gera vinnuna auðveldari.

Námið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði í samvinnu við Framvegis – Miðstöð símenntunar. 

Hæfniviðmið námsþáttar

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Hugtakinu sjálfvirkni og hvernig hún getur auðveldað dagleg störf
 • Hugtakinu gervigreind, mismunandi stigum hennar og hvernig hún er notuð í dag
 • Uppsetningu einfaldra verka í ýmsum tækjum þar sem sjálfvirkni er beitt
 • Hvernig sjálfvirkni og gervigreind nýtist í daglegum störfum og iðnaði
Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:
 • Beita aðferðum sjálfvirkni á einföld persónubundin verkefni
Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • Nýta sjálfvirkni til að einfalda og stytta verktíma
 • Meta hvenær aðferðir sjálfvirkni geta nýst í starfi
 • Gera sér grein fyrir áhrifum sjálfvirkni og gervigreindar á líf og störf
 • Gera sér grein fyrir hvenær sjálfvirkni getur auðveldað störf og gert þau skilvirkari

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 8. og miðvikudagur 10. nóvember kl. 13:00-16:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla þekkingu sína á sjálfvirkni og gervigreind
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
08.11.2021Sjálfvirkni og gervigreind13:0016:00Hermann Jónsson
10.11.2021Sjálfvirkni og gervigreind13:0016:00Sami kennari