Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig? Kl. 13 -16

Á námskeiðinu verður farið á einfaldan hátt í hvað sjálfvirkni og gervigreind eru og hvernig tæknin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra.

Mörg dæmi verða tekin um hvernig hægt er að nýta sjálfvirknina m.a. til að hagræða og flýta fyrir okkur í vinnunni.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.

Námskeiðið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hugtakinu sjálfvirkni og hvernig hún getur auðveldað dagleg störf
  • Hugtakinu gervigreind, mismunandi stigum hennar og hvernig hún er notuð í dag
  • Uppsetningu einfaldra verka í ýmsum tækjum þar sem sjálfvirkni er beitt
  • Hvernig sjálfvirkni og gervigreind nýtist í daglegum störfum og iðnaði
Þátttakandi verður leikinn í að:
  • Beita aðferðum sjálfvirkni á einföld persónubundin verkefni
Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:
  • Nýta sjálfvirkni til að einfalda og stytta verktíma
  •  Meta hvenær aðferðir sjálfvirkni geta nýst í starfi
  • Gera sér grein fyrir áhrifum sjálfvirkni og gervigreindar á líf og störf
  • Gera sér grein fyrir hvenær sjálfvirkni getur auðveldað störf og gert þau skilvirkari

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 8. og miðvikudagur 10. nóvember kl. 13:00-16:00
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
  • Staðsetning
    Í húsnæði Starfsmenntar Skipholti 50b, þriðju hæð
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir alla sem vilja efla þekkingu sína á sjálfvirkni og gervigreind
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og virkni á námskeiðinu
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.11.2021Sjálfvirkni og gervigreind13:0016:00Hermann Jónsson
10.11.2021Sjálfvirkni og gervigreind13:0016:00Sami kennari