Skaðaminnkandi hugmyndafræði

Skaðaminnkandi hugmyndafræði er mannúðleg og gagnreynd nálgun í starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda.
Hugmyndafræðin viðurkennir að margir sem hafa þróað með sér vímuefnavanda treysta sér ekki til eða vilja ekki hætta notkun á tilteknum tíma, vegna margvíslegra ástæðna.
Hugmyndafræðin leggur áherslu á að fyrirbyggja áhættu og skaða (afleiðingar) sem fylgir notkun löglegra og ólöglegra vímuefna, fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmið og nálganir.
  • Gagnreynd skaðaminnkunarúrræði og inngrip og farið yfir skaðaminnkandi úrræði sem starfrækt eru á Íslandi.
  • Undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á þróun á vímuefnavanda, með sérstakri áherslu á að skoða áhrif áfalla og erfiðrar lífsreynslu á þróunina.
  • Þverkenningarlíkanið, þar sem áhersla er lögð á að skilja hugsanaferli fólks og áhugahvöt til skaðaminnkandi breytinga.
  • Lykilatriði í góðum og hjálplegum samskiptum í anda skaðaminnkunar.

Hæfniviðmið

Að kynnast skaðaminnkandi hugmyndafræði og markmiðum nálgunarinnar.

Að þekkja gagnreynd skaðaminnkandi inngrip og skaðaminnkandi úrræði á Íslandi.

Að öðlast skilning á tengslum áfalla við þróun á vímuefnavanda og færð betri innsýn inn í eðli vandans hjá fólki.

Að öðlast færni til að beita skaðminnkandi nálgun í starfi og lærir aðferðir sem leiða af sér betri árangur í þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Föstudagur 11. mars kl. 13:00 - 17:00
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Svala Jóhannesdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun og félags- og fjölskyldufræðingur
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að starfi með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda. Þar á meðal breiðum hópi starfsfólks innan félags- og heilbrigðiskerfisins, meðferðaraðilum, lyfjafræðingum, námsráðgjöfum og nemendum.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.03.2022Skaðaminnkandi hugmyndafræði13:0017:00Svala Jóhannesdóttir