Flogaveiki - staðnám eða vefnám kl. 17:00 - 22:00

Meginmarkmið námskeiðsins er að auka þekkingu á flogaveiki, viðbrögð við flogum, þekkja einkenni og hvernig flogaveiki hefur áhrif á daglegt líf fólks.

Jafnframt verður farið sérstaklega í flogaveiki hjá börnum.

Umfjöllun um hvað flogaveiki er, tegundir floga og helstu viðbrögð við ólíkum tegundum floga, aukaverkanir lyfja, ofverndun, flogakveikjur og sálfélagsleg áhrif flogaveikinnar.

Fjallað verður um áhrif flogaveikinnar sem eru margvísleg á daglegt líf fólks, ekki einvörðungu líkamleg heldur einnig tilfinningaleg og félagsleg.

ATH. Nauðsynlegt er að haka við ef viðkomandi ætli að sækja námskeiðið í fjarnámi í skráningarferlinu, að öðru leyti er gert ráð fyrir mætingu hjá Framvegis (Borgartúni 20, 105 Rvk.).

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, myndbönd og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 25. apríl kl. 17:00 - 22:00
  • Lengd
    5 klst.
  • Umsjón
    Brynhildur Arthúrsdóttir MA í félagsráðgjöf – formaður LAUF félags flogaveikra og Guðrún Eygló Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur - sérfræðingur í barnahjúkrun
  • Staðsetning
    Vefnám/fjarnám eða staðnám hjá Framvegis, Bortartúni 20, 105 Rvk.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun en hentar einnig aðstandendum.
  • Gott að vita
    Skráning hjá Starfsmennt er aðeins fyrir aðildarfélaga og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu, aðrir geta skráð sig hjá Framvegis miðstöð símenntunar. Nauðsynlegt er að haka við hvort viðkomandi ætli að sækja námskeiðið í fjarnámi í skráningarferlinu, að öðru leyti er gert ráð fyrir mætingu hjá Framvegis (Borgartúni 20, 105 Rvk.).
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting, þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500050

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.04.2022Flogaveiki17:0022:00Brynhildur Arthúrsdóttir og Guðrún Eygló Guðmundsdóttir