Vellíðan og velgengni í starfi með jákvæða sálfræði og núvitund að leiðarljósi

Skráningu lýkur 17. feb. kl.10:00.

Á námskeiðinu er fjallað um helstu svið jákvæðrar sálfræði með áherslu á styrkleika, hugarfar og flæði ásamt því að skoða áhrifamátt bjartsýni, jákvæðra tilfinninga og samskipta. Farið er yfir hvað felst í núvitund, ávinning þess að tileinka okkur núvitund og hvernig við getum fléttað því inn í annasamt daglegt líf og starf. Áhersla er lögð á hvað við sem einstaklingar getum gert til að efla okkur og bæta líðan. Farið er í skemmtilegar og árangursríkar æfingar sem hjálpa okkur við að tileinka okkur nýjar leiðir til að nálgast áskoranir í starfsumhverfi okkar og stuðla þannig að eigin vellíðan og velgengni í starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Helstu fræðasvið jákvæðrar sálfræði, s.s. styrkleika, flæði, hugarfar, jákvæðar tilfinningar og samskipti.
  •  Núvitund og ávinning þess að tileinka sér núvitund.
  • Hagnýtar raunprófaðar æfingar sem byggja á grunni núvitundar og jákvæðrar sálfræði.
  • Hvernig flétta megi jákvæða sálfræði og núvitund inn í daglegt líf og starf til að efla eigin vellíðan og velgengni.

Ávinningur þinn:

  • Aukin sjálfsþekking, jákvæðni og jafnaðargeð.
  •  Meiri starfsgleði og samskiptahæfni.
  • Fleiri verkfæri í verkfæratösku daglegs lífs, þ.e. þekking á æfingum og leiðum sem þú getur nýtt þér til að auka vellíðan og velgengni.

Hæfniviðmið

Að veita innsýn í jákvæða sálfræði og núvitund.

Að tileinka sér hagnýtar æfingar til að auka vellíðan og velgengni í starfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og æfingar.






Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 6. og miðvikudagur 8. mars kl. 16:15 - 19:15
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diploma í jákvæðri sálfræði
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir félagsmenn Starfsmenntar sem vilja auka vellíðan og velgengni í starfi og nýta aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitundar.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.03.2023Vellíðan og velgengni í starfi16:1519:15Bryndís Jóna Jónsdóttir
08.03.2023Vellíðan og velgengni í starfi16:1519:15Sami kennari