Reykjavíkurborg - Launaskólinn - Laun og vinnutími
Starf launafulltrúans krefst mikillar þekkingar á inntaki kjarasamninga og yfirgripsmiklu regluverki opinbera vinnumarkaðarins. Launafulltrúar gegna ábyrgðarmiklu starfi þar sem lítið má út af bregða vegna mikilla hagsmuna launþega um að afgreiðsla launa og ávinnsla réttinda sé framkvæmd á réttan hátt. Því er mikilvægt að þeir sem vinna við launavinnslu og á starfsmannadeildum þekki sem best umhverfið og lagarammann og hafi vettvang til að deila vinnulagi og ræða verkferla.
Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Í lok námskeiðsins er ætlast til að þátttakendur þekki uppbyggingu íslensks vinnumarkaðar og helstu lög og reglur sem eiga við um starfsmenn Reykjavíkurborgar. Einnig að þekkja helstu ákvæði laga og samninga sem varða launaútreikninga og réttindi og skyldur starfsmanna. Þátttakendur fá einnig þjálfun í að taka á vafaatriðum með raunhæfum verkefnum og svara erfiðum fyrirspurnum. Þá verður farið í samskiptareglur, stuðning og siðareglur til að efla starfsfólk og aðstoða það við að standa traustum fótum í krefjandi starfi við úrlausn álita- og ágreiningsmála.
Hæfniviðmið
Að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími31. janúar frá kl. 8:30 - 11:30 og 2. febrúar frá kl. 8:30-12:00.
- Lengd6,5 klst.
- UmsjónStefanía Jóna Nielssen frá Sameyki og Þóra Jónsdóttir frá Brú lífeyrissjóðir
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn Reykjavíkurborgar sem koma að launa-, kjara- og mannauðsmálum.
- Gott að vitaNámskeiðiði er aðeins ætlað starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem boðaðir hafa verið á námskeiðið.
- Mat90% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
31.01.2022 | Laun og vinnutími | 08:30 | 11:30 | Stefanía Jóna Nielssen |
02.02.2022 | Laun og vinnutími | 08:30 | 10:30 | Guðmundur Freyr Sveinsson |
02.02.2022 | Lífeyrissjóðir | 10:30 | 12:00 | Þóra Jónsdóttir |