Dómstólasýslan | Leiðir til að takast á við krefjandi viðskiptavini

Allir viðskiptavinir eiga rétt á góðri þjónustu, líka þeir krefjandi. Það er því mikilvægt að starfsfólk búi yfir færni til að takast á við þá á árangursríkan hátt. Á námskeiðinu verður fjallað um nytsamlegar leiðir með það að markmiði.

Skoðað verður hvernig framkoma viðskiptavinar reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna – í hverju felst vandinn?
Ræddar verða árangursríkar leiðir til að bregðast við ágengri framkomu með því að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður.
Farið verður í það hvernig hægt er að nýta eigin styrkleika í ólíkum aðstæðum.
Fjallað verður um mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum, að geta sett sig í spor viðskiptavinarins og sýna honum skilning án þess að samþykkja allt sem hann segir.
Einnig verða ræddar verða leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og að taka ekki ásökunum persónulega.

Hæfniviðmið

Að kunna leiðir til að bregðast við krefjandi viðskiptavinum á árangursríkan hátt.

Að efla samskiptafærni og persónustyrk.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    30. janúar 2024, kl. 14.30 - 16.00
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, sérfræðingur og ráðgjafi
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk dómstólanna
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.01.2024Leiðir til að takast á við krefjandi viðskiptavini14:3016:00Sigríður Hulda Jónsdóttir