Spunagreind í þína þágu - hagnýting ChatGPT

Finnst þér þú stundum þurfa hjálp við að móta hugmyndir og leysa sköpunargáfuna úr læðingi? Viltu hætta að eyða tíma í verkefni sem þú gætir látið tölvuna sjá um? Spunagreind getur breytt leiknum fyrir fyri þig.

Á þessu þriggja tíma námskeiði lærir þú að skrifa áhrifaríkar skipanir fyrir ChatGPT og spara dýrmætan tíma.

Kenndar verða aðferðir við að móta skipanir á þann hátt að ChatGPT skili nákvæmlega því sem þú vilt að það skili, það sem kallast á ensku prompt engineering.

Hæfniviðmið

Að geta nýtt sér spjallmennið ChatGPT á áhrifaríkari hátt.

Að kunna aðferðir við að móta skipanir fyrir ChapGPT.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og æfingar. 

Helstu upplýsingar

 • Tími
  1. mars 2024 kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Grímur Sæmundsson, BI Ráðgjafi
 • Staðsetning
  Opni Háskólinn HR, Menntavegi 1, 102 Reykjavík
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að læra að móta áhrifaríkar skipanir fyrir ChatGPT
 • Gott að vita

  Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Opna Háskólanum í HR.

 • Mat
  Mæting og þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
01.03.2024Spunagreind í þína þágu - hagnýting ChatGPT09:0012:00Grímur Sæmundsson