Vinnustofa um fræðslumál

Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi markvissrar fræðslu til að styðja við breytingar í starfsumhverfi stofnana og að efla hæfni starfsmanna. Á vinnustofunni verður þátttakendum veittur stuðningur við að leggja drög að starfsþróun starfsmanna og útbúa fræðsluáætlun fyrir stofnun, einingu eða tiltekinn starfsmannahóp. Markmiðið er einnig að þátttakendur þekki til helstu starfsmenntunar- og fræðslusjóða sem styðja við fræðslu og símenntun opinberra starfsmanna.

Fjallað verður um örar breytingar í starfsumhverfi og mikilvægi stefnumiðaðrar starfsþróunar. Rætt verður um vinnustaðinn sem mikilvægan vettvang fyrir nám og ábyrgð stjórnenda á að skapa aðstæður fyrir símenntun og þróun í starfi og nokkrir starfsmenntunar- og fræðslusjóðir kynntir.

Helstu efnisþættir vinnustofunnar eru:

 • Hugtakið símenntun og margvíslegar leiðir til starfsþróunar
 • Hugtakið hæfni og greiningar á hæfnikröfum starfa
 • Sjóðir sem styðja við fræðslu og símenntun opinberra starfsmanna
 • Námsframboð og þjónusta Starfsmenntar
 

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 16. september kl. 9:30-12:00
 • Lengd
  2,5 klst.
 • Umsjón
  Frá Starfsmennt: Guðfinna Harðardóttir, Helga Rún Runólfsdóttir og Sólborg Alda Pétursdóttir
 • Staðsetning
  Fræðslusetrið Starfsmennt Skipholti 50b, 3. hæð
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Vinnustofan er einungis ætluð stjórnendum ríkisstofnana þ.e. forstöðumönnum og mannauðsstjórum eða öðrum sem eru í forsvari fyrir fræðslu og þjálfun starfsmanna.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
16.09.2021Vinnustofa um fræðslumál09:3012:00Frá Starfsmennt