Ertu á krossgötum?
Viltu taka áhugakönnun sem gæti leiðbeint þér um næstu skref?
Áhugakannanir kortleggja áhugasvið og er hugsunin sú að starfsánægja fólks og almenn líðan aukist þar sem samræmi er á milli áhuga og starfsumhverfis. Sjálfsþekkingin þaðan getur komið að gagni varðandi nám, störf og tómstundir.
Hægt er að ræða við ráðgjafa í síma, í ráðgjafarými Starfsmenntar eða á fjarfundi á Teams. Dagur og tími fyrir viðtalið og áhugakönnunina er að eigin vali í samráði við ráðgjafa sem mun hafa samband við þig.
Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, viðhorf og áhuga svo þeir geti betur notið sín í lífi og starfi.
Fyrirkomulag
Viðtölin fara fram á skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b eða í gegnum fjarfund á Teams. Skráðu þig í viðtal hér á skráningarsíðunni og í framhaldinu höfum við samband og finnum heppilegan tíma fyrir viðtalið.
Helstu upplýsingar
- Lengdklst.
- UmsjónIngibjörg Hanna Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi
- StaðsetningFræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík, (3. hæð). Bæði er boðið upp á staðbundin viðtöl og í fjarfundi.
- TegundViðtal
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurAllir í BSRB
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttiringibjorg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
29.08.2023 | Áhugasviðsgreining- viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar. | 00:00 | 00:00 |