Trúnaðarmenn Sameykis | Vaktavinna

Á námskeiðinu verður fjallað um þann hluta kjarasamnings sem snýr sérstaklega að starfsfólki í vaktavinnu. Farið verður yfir vinnuskyldu út frá starfshlutfalli, gerð vaktskrár, lengd vakta, breytingu á vaktskrá, vaktahvata, vægi vinnustunda, vaktaálag 
yfirvinnu og stórhátíðarkaup. Skoðað verður hvernig vinnuskylda reiknast eftir styttingu vinnuvikunnar í samhengi við vetrarfrí og bætingu sem var í fyrra kerfi, m.a. með jöfnun vinnuskyldu við dagvinnufólk í huga. Þá verður einnig farið yfir reglur um hvíldartíma og frítökurétt auk orlofsútreikninga.

Markmiðið með námskeiðinu er að trúnaðarmaður:

  • Þekki helstu hugtök vaktavinnukaflans. 
  • Þekki útreikninga á vinnuskilum.
  • Þekki reglur sem fjalla um gerð vaktskrár, framlagningu og breytingar á þeim.
  • Þekki útreikninga á vaktahvata, álagsgreiðslum og yfirvinnu.
  • Geti útskýrt breytingar sem tengjast jöfnun vinnuskila milli fólks í vaktavinnu og dagvinnu.
  • Þekki reglur um hvíldartíma og orlofsútreikninga.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 28. nóvember kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur hjá BSRB
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
28.11.2022VaktavinnaDagný Aradóttir Pind