Millistjórnandinn
Herdís Pála fer yfir hugtakið "Self-leadership" og hvernig hægt er að nota aðferðarfræðina bæði í eigin lífi og starfi. Hún gefur hagnýt ráð til að endurnýja sig, hlaða orkustöðvarnar, þekkja sín mörk og skilja eigin þrautseigju.
Á námskeiðinu er einnig fjallað um hvernig vinnustaðir eru að breytast og framtíðarhorfur varðandi eðli vinnustaða.
Hæfniviðmið
Að geta sinnt hlutverki, áskorunum og ábyrgð millistjórnanda.
Að geta útbúið eiginn aðgerðarlista þegar stigið er inn í millistjórnunarhlutverkið.
Að geta unnið að sjálfsþekkingu.
Að geta notað self-leadership hugmyndafræðina til að taka ábyrgð á eigin fagmennsku.
Að geta útskýrt leiðtogahlutverkið og hvernig það er að þróast.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 23. október 2023 en upphafið er valfrjálst
- Lengd1 klst.
- UmsjónHerdís Pála Pálsdóttir, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir öll sem vilja efla sig og verða farsælli leiðtogar.
- Gott að vitaNámskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Opna Háskólanum í HR.
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
23.10.2023 | Millistjórnandinn | 20:59 | 21:59 | Herdís Pála Pálsdóttir |