SSH | Ofbeldi í þjónustu við fatlað fólk
Á þessu námskeiði verður fjallað um þróun mannréttindaverndar fatlaðs fólks með áherslu á jafnrétti, ójöfn valdahlutföll, forréttindi og jaðarstöðu.
Lögð verður áhersla á að reyna að skilja ólíkar og flóknar birtingarmyndir ofbeldis gagnvart fötluðu fólki. Þá verður fjallað um ofbeldismenningu og ábyrgð starfsfólks á að vinna gegn slíkri menningu í þjónustu við fatlað fólk.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir ólíkum birtingarmyndum ofbeldis í þjónustu við fatlað fólk
Að geta gert grein fyrir valdastöðu sinni og ábyrgð þegar kemur að því að vinna að jafnrétti og uppræta vinnulag og verkferla sem ýta undir ofbeldismenningu.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, myndbönd, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 28. nóvember kl. 09:00 - 12:00
- Lengd3 klst.
- UmsjónHelga Baldvins Bjargardóttir, M.L.-gráða í lögfræði frá HR, Diplómanám í fötlunarfræðum við HÍ
- StaðsetningBSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurNám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting og þátttaka
Gott að vita
Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélögin greiða námskeiðsgjald fyrir aðra.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
28.11.2023 | Ofbeldi í þjónustu við fatlað fólk | 09:00 | 12:00 | Helga Baldvins Bjargardóttir |