Isavia | Að taka samtalið

Að taka samtalið, hvatning og endurgjöf frá kl. 8:30- 11:30 
Leiðbeinandi: Guðrún Snorradóttir

Reynslan hefur sýnt að eitt af því sem að stjórnendum finnst hve erfiðast að takast á við í sínu starfi er að leiðbeina starfsfólki vegna viðhorfs og hegðunar.  Óásættanleg hegðun getur haft mismunandi birtingarmyndir, allt frá beittum húmor yfir í ókurteisi eða í verstu tilfellum einelti. Allir stjórnendur þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við slíkar áskoranir í starfi sínu og þá gildir að hafa réttu verkfærin. Leiðbeinandi samtöl eru ein leið til að takast á við slík verkefni og geta veitt stjórnendum það öryggi sem til þarf að brjóta ísinn og hefjast handa.

Hvað eru leiðbeinandi samtöl og hvenær grípum við til þeirra?  
Hvað er óviðeigandi hegðun eða viðhorf?  
Hvað virkar/hvað virkar alls ekki?  
Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir getum við nýtt?  
Hvers konar undirbúningur er nauðsynlegur?  
Hvenær er rétti tíminn, staðsetning og aðstæður?  
Hvernig áhrif hefur hugarfar stjórnandans á framgang mála?  
Hvernig nýtið þið markþjáfunartækni í samtalinu?  
Virk hlustun 
Hvernig er framkvæmdin frá A til Ö?  
Hvernig fylgið þið eftir málunum með öryggi og ákveðni?  
Hvenær og hvernig?

Mannauðsteymi Isavia kynnir verklag og áherslur varðandi leiðbeinandi samtöl frá kl. 11:30-12:00

Saman á nýrri vegferð - vinnustofa frá kl. 13:00-16:00
Leiðbeinandi: Mannauðsteymi Isavia

Farið yfir það sem hefur verið gert í menningarvegferð Isavia fram að þessu, hlutverk leiðtoga í vegferðinni og kjörmenningu fyrirtækisins. Skoðað hvar þátttakendur staðsetja sig og hvert þeir stefna faglega jafnt sem persónulega.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    16. febrúar 2023 frá kl. 8:30 - 16:00.
  • Lengd
    7,5 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Snorradóttir og mannauðsteymi Isavia
  • Staðsetning
    Kennslustofa við Eystra flughlað.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur hjá Isavia.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir þá sem boðaðir hafa verið á námskeiðið
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    90% mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
16.02.2023Leiðbeinandi samtal08:3011:30Guðrún Snorradóttir
07.02.2023Mannauðsteymi Isavia kynnir verklag og áherslur varðandi leiðbeinandi samtöl11:3012:00Isavia
07.02.2023Saman á nýrri vegferð – hlutverk leiðtoga í vegferðinni ofl. 13:0016:00Isavia