Þjónusta, samskipti og sím-/netsvörun - Vefnám

Fjallað er um lykilatriði í þjónustu almennt svo sem þjónustulund, samskipti og lausnamiðaða nálgun hvers konar verkefna sem upp koma. Þáttur móttöku í að skapa ímynd stofnunar er dreginn fram og rætt um hvaða framkoma hentar á hverjum stað. Unnið er með leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini.

Þátttakendur vinna verkefni sem tengjast m.a. neðangreindum þáttum:

 • Hvernig áhrif hefur þú á hópinn?
 •  Hverjir eru þínir styrkleikar?
 • Hvað þarft þú að bæta?
 • Hvernig er góð þjónusta?

ATH. Námskeiðið er aðeins ætlað starfsmönnum sem starfa hjá sýslumannsembættunum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 3. febrúar kl. 09:00 - 11:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk sem er í miklum samskiptum við viðskiptavini
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  5500060

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað starfsmönnum sem starfa hjá sýslumannsembættunum. Aðildarfélögum Starfsmenntar er námskeiðið að kostnaðarlausu, embættin greiða fyrir aðra starfsmenn. 

 Námskeiðið verður kennt í gegnum TEAMS forritið.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
03.02.2022Þjónusta, samskipti og sím-/netsvörun09:0011:00Sigríður Hulda Jónsdóttir