Útlendingastofnun | Krefjandi samskipti

Áhersla er lögð á að þátttakendur tileinki sér nytsamlegar leiðir til að takast á við krefjandi einstaklinga/viðskiptavini. Unnið er með greiningu á því hvernig framkoma viðskiptavinar reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna, hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir. Þá er unnið með hvernig styrkleikar þátttakenda birtast í ólíkum aðstæðum og möguleika á að yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar. 

Lögð er áhersla á: 

 • Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og leiðir til að temja sér ný viðbrögð og yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar – vertu sterki aðilinn! 
 • Mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum t.d. með sjálfsþekkingu og að setja sig í spor viðskiptavinarins – hvað býr að baki? 
 • Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum – auktu færni þína, sjálfsaga, sjálfsöryggi og vertu sá sem er flinkur í að tala við alla og taka á málum! 
 • Hvernig má á kurteislegan hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, setja mörk en sýna um leið skilning – sjálfsstyrkur og rósemi! 
 • Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega – taktu þetta ekki inn á þig! 
 • Viðhorf, líta á krefjandi einstaklinga sem áskorun til að þroska eigin samskiptafærni og persónustyrk – reynslubankinn: Þú ert alltaf að læra og styrkjast! 

Markmið

Að þátttakendur fái innsýn í hegðun krefjandi viðskiptavina.

Að þátttakendur öðlist meira öryggi í samskiptum sínum við krefjandi viðskiptavini.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er byggt á innlögnum, raunhæfum dæmum, umræðum og markmiðasetningu þátttakenda.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudagur 14. október kl. 12:30 - 15:30
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
 • Staðsetning
  Útlendingastofnun, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk Útlendingastofnunar
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
 • Mat
  Mæting
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Útlendingastofnun greiðir fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
14.10.2022Krefjandi samskipti - Að takast á við erfiða einstaklinga 12:3015:30Sigríður Hulda Jónsdóttir