Microsoft Power BI

Power BI er ný þjónusta frá Microsoft þar sem hægt er að sækja gögn frá mörgum mismunandi gagnalindum, greina þau og deila með öðrum. Á námskeiðinu er fjallað um hvað Power BI er ásamt því hvernig mælaborð eru byggð upp í Power BI Desktop.
Áhersla er lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur setja efni námskeiðsins í samhengi við þeirra daglegu störf.
Farið er í hvernig gögn eru tekin inn og hvernig þau eru sett fram á fjölbreyttan og stílhreinan máta. Einnig er skoðað hvernig hægt er að vinna með sameiginleg gögn og skoða þau á farsímum/spjaldtölvum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

Uppsetningu gagna í Power BI Desktop

 • Innlestur gagna á mismunandi formi
 • Hreinsun gagna
 • Vinnu með gögn
 • Vensl og aðrar stillingar

Skýrslugerð í Power BI

 • Töflur og gröf.
 • Landakort.
 • Tengsl á milli grafa/korta.
 • Síur.

Mælaborð í Power BI

 • Samsetningu á mælaborði.
 • Hvernig bæta á við mælaborð.

Samvinna í Power BI

 • Hvernig deila á greiningum og mælaborðum.

Power BI á farsímum/spjaldtölvum

 • Hvernig hægt er að nota Power BI greiningar á spjaldtölvum/farsímum.

Hæfniviðmið

Að þekkja Power BI lausn Microsoft.

Að geta greint talsvert magn gagna hratt, tengt saman aðskilin gagnamengi og sett þau fram á skiljanlegan hátt.

Að geta nýtt sjálfvirkni til að flýta fyrir endurteknum verkefnum.

Að kunna skýrslugerð.

Að geta náð í og unnið með gögn sem annars er erfitt að sækja.

Að geta notað mælaborð og greiningar á spjaldtölvum/farsímum.

Að geta sett þá möguleika sem Power BI hefur upp á að bjóða í samhengi við dagleg störf og verkefni.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni. Notast verður við ókeypis útgáfuna á námskeiðinu þannig að ekki er þörf á því að kaupa aðgang vegna þess. Nánari upplýsingar um Power BI er að finna hér Power BI.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  6. og 8. maí 2024, kl. 08.30 - 12.30. Skráningu lýkur 19. apríl kl.10.00.
 • Lengd
  8 klst.
 • Umsjón
  Ásgeir Gunnarsson, viðskipta- og tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá North Insights
 • Staðsetning
  Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kynnast Power BI sem lausn fyrir mælaborð og skýrslugerð auk þeirra sem vilja vera meira sjálfbjarga með gagnavinnslu og framsetningu. Gerð er krafa um að þátttakendur hafi unnið með gögn og gagnaframsetningu eða hafi brennandi áhuga á að byrja á því.
 • Gott að vita
  Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst. 
 • Mat
  Mæting og þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.05.2024Microsoft Power BI08:3012:30Ásgeir Gunnarsson
08.05.202408:3012:30