Þema I - Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna
Farið verður yfir meginþætti lífeyrissjóða, aðild og greiðslu iðgjalda. Fjallað er um hvenær hægt er að hefja töku lífeyris og meginþætti örorku-, maka- og barnalífeyris. Einnig verður fjallað um kosti séreignarsparnaðar, áhrif hans á skattstofn og hvernig rétt er staðið að stofnun séreignarsparnaðar og breytingum á sparnaðarleið (hver ber ábyrgð, hvaða undirskrift skal vera til staðar).
Markmið
Að fá yfirsýn yfir lífeyriskerfi og hvaða reglur gilda um aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.
Að átta sig á mismunandi tegundum lífeyris og hvaða áhrif það hefur hvenær taka lífeyris hefst.
Að þekkja til séreignasparnaðar og og geti miðlað þeim upplýsingum til sinna starfsfélaga að mikilvægt sé að leita til viðeigandi lífeyrissjóðs til að fá nánari upplýsingar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími26. október 2022, frá kl. 9:00-10:30.
- Lengd1,5 klst.
- UmsjónÞóra Jónsdóttir
- StaðsetningVefnám
- TegundVefnámskeið
- Verð8.250 kr.
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
- Mat90% mæting.
Gott að vita
Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
26.10.2022 | Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna | Þóra Jónsdóttir |