Tæknisjálfstraustið
Námskeiðið er fyrir öll sem langar til að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum.
Kjarnaspurning námskeiðisins er: Hvernig þróa ég með mér vaxtarhugarfar?
Við þurfum nefnilega á því hugarfari að halda til þess að fastmótaðar hugmyndir um það hver við erum, hvað við getum, hvað við getum ekki, hverju við erum góð í og hverju léleg - geti verið brotnar upp.
Með vaxtarhugarfarinu getum við betur tileinkað okkur nýja hluti, séð á okkur nýjar hliðar, vaxið í áskorunum sem voru alltaf fjarlægar en eftirsóknarverðar.
Markmið:
- Að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum.
- Að þróa með sér vaxtarhugarfar.
- Að brjóta upp fastmótaðar hugmyndir um það sem við getum og það sem við gerum ekki nægilega vel.
- Að þróa hæfileikann til að tileinka sér nýja hluti og sjá nýjar hliðar á hlutunum.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins.
Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum.
Skráning er opin til 3. júlí en upphafið er valfrjálst.
Hæfniviðmið
Að geta tileinkað sér vaxtarhugarfar þegar nálgast á tæknina.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Skráning er opin til 3. júlí en þú getur byrjað hvenær sem er eftir að skráning er staðfest.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 22. september en upphafið er valfrjálst
- Lengd1 klst.
- UmsjónKristín Hrefna Halldórsdóttir, stjórnandi hjá Origo þar sem hún leiðir gæða- og innkaupa lausnir.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurFyrir öll sem langar til að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatÁhorf
Gott að vita
Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Opna Háskólanum í HR.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
22.09.2023 | Tæknisjálfstraustið | Kristín Hrefna Halldórsdóttir |