Kynheilbrigði í starfi með fötluðu fólki

Hvernig styðjum við örugga og opna umræðu?

Fatlað fólk hefur sama rétt og aðrir til kynlífs, sjálfsfróunar, nándar og sambanda. Þrátt fyrir það hefur umræðan oft verið tabú eða hreinlega gleymst í þjónustu og daglegu starfi. Afleiðingin getur verið skortur á fræðslu, óöryggi, skömm og rangar eða óraunhæfar hugmyndir um kynlíf og sambönd. Á námskeiðinu fær starfsfólk sem vinnur með fötluðu fólki fræðslu og hagnýt verkfæri til að taka faglegar, virðingarfullar og opnar umræður um kynheilbrigði.

Námskeiðið byggir á mannréttindum fatlaðs fólks og hvernig starfsfólk getur skapað örugg rými þar sem einstaklingar fá fræðslu, stuðning og tækifæri til að læra um eigið kynheilbrigði. Lögð er áhersla á að nota einfalt og rétt orðaval, fræðileg heiti yfir líkamshluta og kynfæri og að ræða málin

Einnig verður fjallað um mikilvægi einkarýmis, mörk, samþykki og hreinlæti. Sérstök áhersla er á hvernig starfsfólk getur komið í veg fyrir skömm, vanlíðan og óöryggi og í staðinn skapað traust, öryggi og heilbrigða umræðu.

Að loknu námskeiði er starfsfólk betur í stakk búið til að ræða kynheilbrigði og hreinlæti sem eðlilegan hluta líkamsþroska, forðast fordóma og tabú, og styðja einstaklinga við að byggja upp jákvæða og virðingarfulla sjálfsmynd.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Líkamsþroska, kynþroska og hreinlæti (t.d. hárvöxt, blæðingar, svitalykt, umhirðu kynfæra)
  • Kynheilbrigði, sjálfsfróun og einkarými
  • Kynlíf, sambönd, samþykki og kynhneigð
  • Heilbrigt kynlíf, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar og vernd gegn ofbeldi
  • Hlutverk starfsfólks í að skapa öryggi og veita aðgengilegt samtal
  • Samskiptamynstur og orðaval starfsfólks
  • Að fjarlægja skömm og tabú í daglegu starfi
  • Fræðslu sem hæfir þroska og skilningi einstaklings
  • Rétt einstaklings til einkalífs og friðhelgi
  • Viðbrögð við óviðeigandi kynferðislegri hegðun
  • Að styðja heilbrigða líkamsvitund og sjálfsmynd
  • Kynlífsmenningu, klám og áhrif samfélagsmiðla

Hæfniviðmið

Að auka þekkingu, öryggi og sjálfstraust í að ræða kynheilbrigði og hreinlæti við fatlað fólk og mæta viðkvæmum spurningum með opnari umræðu

Að öðlast skilning á mikilvægi viðhorfa og hvernig starfsfólk getur ýtt undir eða hindrað réttindi, sjálfstæði og lífsgæði fatlaðs fólks

Að læra praktískar leiðir og aðgengilegt orðaval til að útskýra hugtök eins og samþykki, mörk og einkarými og auðvelda almenn samskipti í starfi

Að byggja upp faglega nálgun við samtöl um líkama, kynlíf og sjálfsfróun án fordóma, með hæfni til að viðhalda faglegum mörkum án þess að loka á spurningar og forvitni

Að efla færni til að bregðast við óviðeigandi hegðun með fræðslu í stað skammar eða refsinga

Að stuðla að jákvæðu starfsumhverfi þar sem kynheilbrigði fatlaðs fólks er rætt af virðingu og fagmennsku

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    26. febrúar 2026 kl. 12.30 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Sif Maríudóttir, BA- og MA-gráðu í þroskaþjálfafræðum
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk sem starfar með fötluðu fólki, t.d. í grunn- og framhaldsskólum, frístundastarfi, vinnu og virkni eða búsetuúrræðum. Engar forkröfur eru gerðar
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Endurmenntun HÍ.

  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.02.2026Kynheilbrigði í starfi með fötluðu fólki12:3016:00Sif Maríudóttir