Þema IV - Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar -Valnámskeið
Fjallað er um helstu þætti í aðferðafræði mannauðsstjórnunar, birtingarmynd starfsmannastefnu hins opinbera í kjarasamningum og lögum en einnig hvernig aðferðafræðin nýtist stjórnendum opinberra stofnana til að skapa gott andrúmsloft og heilsusamlegt starfsumhverfi. Mikilvægi reglubundinna starfsmanna- og starfsþróunarsamtala er rædd og leiðbeint um framkvæmd þeirra. Þá er fjallað um greiningar á fræðsluþörfum starfsmanna og starfsmannahópa og gerð starfsþróunar- og fræðsluáætlana og kynntir eru helstu starfsmennta- og fræðslusjóðir sem stutt geta við framkvæmd fræðslu hjá opinberum stofnunum.
Markmið
Að öðlast skilning á hvað felst í aðferðafræði heildstæðrar mannauðsstjórnunar og hvernig hún er nýtt sem stjórntæki hjá hinu opinbera.
Að skilja mikilvægi virkrar mannauðsstefnu og ýmissa undirþátta hennar.
Að átta sig á hvernig störf eru samsett úr mismunandi hæfniþáttum og skilji tilgang og markmið virkrar notkunar starfslýsinga, reglubundinna starfsmannasamtala og hvernig stuðla megi að árangursríkri starfsþróun starfsmanna.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími18. janúar 2023 frá kl. 9:00-12:00 og 23. janúar 2023 frá kl. 9:00-12:00.
- Lengd6 klst.
- UmsjónGuðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
- StaðsetningVefnám
- TegundVefnámskeið
- Verð33.000 kr.
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
- Mat90% mæting.
Gott að vita
Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
18.01.2023 | Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar | Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir |
23.01.2023 | Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar | Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir |