Hvenær verður starfsfólk hjá ríki og sveitarfélögum vanhæft til að fara með mál?

Á námskeiðinu verður fjallað um hvers konar hagsmunatengsl geta gert starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vanhæft til að koma að meðferð mála í stjórnsýslunni og taka ákvarðanir í þeim.

Farið verður yfir tilgang reglanna, um hvaða starfsfólk það gildir og  hvernig á að bera sig að þegar upp koma álitamál um hæfi einstakra starfsmanna. 

Einnig verður leitast við að svara spurningum á borð við í hvaða tilvikum starfsfólk verði helst vanhæft og hvort til dæmis vinátta eða kunningsskapur við aðila máls getur gert starfsmann vanhæfan til að koma að því.

Þá verður gerð grein fyrir þeim mun sem er á reglum um hæfi starfsfólks ríkisins og sveitarfélaga og fjallað sérstaklega um afleiðingar þess þegar vanhæfur starfsmaður kemur að máli.

Umfjöllunin verður að miklu leyti studd dæmum úr dómaframkvæmd og álitum umboðsmanns Alþingis. 

Hæfniviðmið

Að vita hverskonar hagsmunatengsl geta komið upp milli starfsfólks ríkis og sveitarfélaga

Að þekkja mun á reglum um hæfi starfsfólks ríkis og sveitarfélaga

Að vita hvernig skuli bera sig að þegar upp koma álitamál um hæfi einstakra starfsmanna

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður. Upptaka af námskeiðinu verður aðgengileg að námskeiði loknu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    30. september 2025, kl. 09.00 - 12.30 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki hjá ríki og sveitarfélögum, lögmönnum og öðrum sérfræðingum sem eiga í samskiptum við stofnanir ríkis og sveitarfélaga.
  • Gott að vita
    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Stjórnsýslustofnun Háskóla Íslands. 
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.09.2025Hvenær verður starfsfólk hjá ríki og sveitarfélögum vanhæft til að fara með mál?09:0012:30Kjartan Bjarni Björgvinsson