Dómstólasýslan | Þrautseigja og starfsánægja

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu.
Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu.
Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga.
Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti.
Einnig er farið yfir lykilþætti í starfsánægju. Sérstaklega fjallað um hvernig starfs- og lífsánægja tengist og hagnýtar leiðir til að taka ábyrgð á eigin ánægju/vellíðan í leik og starfi.

Hæfniviðmið

Að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér.

Að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju.

Að getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.

Að þekkja hvernig starfs- og lífsánægja tengist.

Að læra hagnýtar leiðir til að taka ábyrgð á eigin ánægju/vellíðan.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 26. október kl. 14:00 - 16:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar. Hún er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi.
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á ZOOM
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Dómstólasýslunnar
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.10.2022Þrautseigja og starfsánægja14:0016:00Sigríður Hulda Jónsdóttir