LRH | Hamingja, mórall, vinnugleði og helvíti
Af fræðilegum og skemmtilegum vinklum um samskipti á vinnustöðum
Samstarf á vinnustöðum ætti auðvitað að geta gengið frábærlega því allir vilja vera stoltir af eigin verkum, að samskiptin séu góð, að verk séu vel og rétt unnin og svo framvegis. En það er ekkert sjálfgefið og bara sú staðreynd að 48% sambúða endar með skilnaði - og þar er byrjað með sterkar yfirlýsingar, tilfinningar og ætlanir - gefur vísbendingu að oft fari samstarf á annan veg en ætlað er.
En hvernig er almennilegt samstarf á vinnustöðum? Það er hægt að svara spurningunni á marga skemmtilega vegu og í fyrirlestrinum verður farið yfir þá.
Patrick Lencione, sem gaf út metsölubókina The Five Dysfunctions of a Team, fjallar um þau atriði sem þurfa að vera til staðar til að samstarf milli samstarfsmanna nái góðum hæðum. Starfsánægja og gleði starfsmanna fer einnig eftir ákveðnum skrefum samkvæmt því sem kom fram í rannsóknum þeirra Marcus Buckingham og Curt Coffman á 80.000 manns í Bandaríkjunum. Hamingjufræðin eru á mikilli uppleið og þar er m.a. spurt hver ber ábyrgð á hamingjunni; Er það ég, yfirmaðurinn, skuldirnar, kreppan eða kokkurinn? Kannski er einhverjum öðrum ætlað að smíða okkar gæfu. Sagan góða frá englinum um himnaríki og helvíti á einnig við þegar rætt er um gott samstarf.
Þetta og margt annað verður rætt á hressandi og fræðandi hátt í þessum fyrirlestri.
Hæfniviðmið
Að þekkja hvað getur haft áhrif á samskipti á vinnustað
Að þekkja leiðir til að efla starfsánægju og gleði
Að velta fyrir sér hvort við smíðum okkar eigin gæfu?
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími11. nóvember 2025 kl. 11.00 - 12.00. Skráningu lýkur 7. nóvember kl. 12.00
- Lengd1 klst.
- UmsjónEyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsHelga Rún Runólfsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
11.11.2025 | Hamingja, mórall, vinnugleði og helvíti | 11:00 | 12:00 | Eyþór Eðvarðsson |