Orkustjórnun

- Staðnám -

Skráningu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar lýkur 26. september kl. 10:00, aðrir skrá sig hjá EHÍ.

Samfélagið í dag einkennist af miklum hraða og áreiti. Verkefnin sem einstaklingar takast á við í lífi og starfi verða flóknari og kröfur um hraða, gæði og árangur aukast. Hver og einn einstaklingur er að sinna mörgum hlutverkum og upplifir oft togstreitu á milli hlutverka. Þreyta, orkuleysi og það að komast ekki yfir verkefni dagsins er eitthvað sem margir upplifa. Sumir tala um að vera á sjálfstýringu og leita í skyndilausnir eins og kaffi til að komast í gegnum daginn. Flestir vilja þó vakna fullir af orku og leggja sig fram í starfi og einkalífi, skila sem mestum afköstum og njóta lífsins til fulls.

Viðfangsefnið á þessu námskeiði er orkustjórnun sem er aðferð sem hjálpar okkur að komast nær því markmiði. Með orkustjórnun eykst líkamleg og tilfinningaleg orka einstaklinga og þar með seigla þeirra og úthald.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Orkustjórnun og hvernig hún nýtist til að auka orkuna og kraftana.
  •  Líkamlega orku, tilfinningalega orku, andlega orku og hugræna orku og hvaða leiðir við getum farið til að auka orku og vellíðan á þessum mismunandi sviðum.
  • Fjölmargar einfaldar og raunhæfar leiðir til að auka orkuna.
  • Hversu mikilvægt það er að setja sjálfan sig í forgang og taka ábyrgð á að endurnýja orkuna og huga þannig að eigin starfsgetu, heilsu og vellíðan.
  • Mikilvægi þess að hver og einn meti eigin orku og munu þátttakendur gera það á námskeiðinu og setja sér raunhæf markmið um hvernig þeir geta aukið hana og þar með vellíðan í lífi og starfi.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir hvað orkustjórnun er og hvernig hún nýtist sem tæki eða aðferð til að auka orku og vellíðan.

Að geta nýtt sér einfaldar og árangursríkar leiðir til að auka orkuna.

Að geta notað ólíkar leiðir til að meta eigin orku og setja niður raunhæfa áætlun um hvernig hún verður aukin á næstu misserum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 11. október kl. 16:15 - 19:15
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Ragnheiður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri og markþjálfi
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er fyrir alla sem vilja auka orku sína og þar með vellíðan og árangur í lífi og starfi.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst. 
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.10.2023Orkustjórnun16:1519:15Ragnheiður Stefánsdóttir