BVV - Ferlagreining og umbætur - Vefnám

Námskeið um Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. 

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði ferlagreiningar, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta. Farið er yfir einfaldar aðferðir við að setja fram ferli á skýran máta með SIPOC greiningu. Þegar ferli hefur veirð teiknað upp er farið yfir hvernig bera má kennsl á sóun í ferlum og kenndar áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar. 

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli. 

Markmið

Að bera kennsl á sóun í ferlum

Að þekkja áhrifaríkar aðferðir til að gera umbætur á ferlum

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 15. desember kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir sérfræðingar hjá Gemba ehf
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og starfsmenn í vaktavinnu hjá stofnunum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Ef þátttakandi getur ekki tekið þátt í námskeiði sem hann hefur skráð sig á, verður viðkomandi að afskrá sig á „mínum síðum“, þar sem aðeins er hægt að skrá sig einu sinni á hvert námskeið.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
15.12.2020Ferlagreining og umbæturÁsdís Kristinsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir