Persónuvernd í stafrænu samfélagi - veffyrirlestur kl.9-9:45

Hver eru réttindi mín í stafrænum heimi?

Það liggur mikið magn persónulegra upplýsinga um okkur víðsvegar á netinu, bæði sem við setjum inn og aðrir. Hvernig getum við verndað þessar upplýsingar svo að aðrir misnoti þær ekki. Hvað er þetta stafræna fótspor sem er svo oft talað um og hvernig tengist það okkur sjálfum? Hvaða réttindi hef ég á netinu og hvernig er persónuvernd einstaklinga tryggð?

Í nútímasamfélagi er internetið notað meir og meir til að eiga samskipti við aðra - hvort sem er við einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög. Einnig hafa tækniframfarir leitt til aukins framboðs snjalltækja af ýmsum toga sem margir nota, jafnvel oft á dag, hvort sem er í starfi eða einkalífi. En hvaða stafrænu fótspor verða til um okkur samhliða aukinni notkun á þessum tæknilausnum? Hvernig eiga aðilar sem vinna með persónuupplýsingar að tryggja persónuvernd einstaklinga? Hver eru réttindi mín í þessum stafræna heimi?  

Helga Grethe Kjartansdóttir starfar sem persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur hjá Símanum og starfaði áður sem lögfræðingur hjá Persónuvernd frá 2011-2015. Helga hefur undanfarin ár haldið námskeið hjá Endurmenntun HÍ um persónuverndarlög, tekið þátt í innlendu og erlendu samstarfi á sviði persónuréttar og haldið fjölmörg erindi um persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi. 

Erindið er hluti af fyrirlestraröð um almenna stafræna hæfni í tilefni af 20 ára afmæli Starfsmenntar.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudaginn 11. nóv. kl. 9:00 - 9:45
 • Lengd
  1 klst.
 • Umsjón
  Helga Grethe Kjartansdóttir lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi
 • Staðsetning
  Veffyrirlestur
 • Tegund
  Viðburður
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is

Gott að vita

Fyrirlesturinn er öllum aðgengilegur.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
11.11.202109:0009:45Helga Grethe Kjartansdóttir lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi