Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna

Farið verður yfir meginþætti lífeyrissjóða, aðild og greiðslu iðgjalda. Fjallað er um hvenær hægt er að hefja töku lífeyris og meginþætti örorku-, maka- og barnalífeyris. Einnig verður fjallað um kosti séreignarsparnaðar, áhrif hans á skattstofn og hvernig rétt er staðið að stofnun séreignarsparnaðar og breytingum á sparnaðarleið (hver ber ábyrgð, hvaða undirskrift skal vera til staðar).

Hæfniviðmið

Að fá yfirsýn yfir lífeyriskerfi og hvaða reglur gilda um aðild að lífeyrissjóðum opinbers starfsfólks.

Að átta sig á mismunandi tegundum lífeyris og hvaða áhrif það hefur hvenær taka lífeyris hefst.

Að þekkja til séreignasparnaðar og og geti miðlað þeim upplýsingum til sinna starfsfélaga að mikilvægt sé að leita til viðeigandi lífeyrissjóðs til að fá nánari upplýsingar.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    23. nóvember 2023 kl. 9.00-10.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Þóra Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Brú lífeyrissjóði
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    9.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúar og þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Gott að vita
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.11.2023Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna09:0010:30Þóra Jónsdóttir