Innkaupaskólinn | Sjálfbær innkaup

Fjallað verður um hugtakið sjálfbærni út frá lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og hvernig opinberir aðilar skulu bera sig að við mótun og innleiðingu sjálfbærnikrafna í útboðsgögn. Lögð verður sérstök áhersla á þau skilyrði sem sjálfbærnikröfur verða að uppfylla samkvæmt lögunum og í því skyni tekin dæmi af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.


Helstu efnisþættir námskeiðisins eru:

  • Ávinningur og áskoranir
  • Innleiðing sjálfbærni í útboðsgögn
  • Aðferðafræði stefnumótandi innkaupa við sjálfbærni

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en einnig fyrir aðildarfélaga BHM sem eiga rétt hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna og starfa hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum.

Þátttakendur í eftirtöldum aðildarfélögum BHM mega setja kennitölu Starfsþróunarsetursins 500611-0730 sem greiðanda við skráningu. Athugið að ekki er nóg að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins.

  • Dýralæknafélag Íslands
  • Félag geislafræðinga
  • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
  • Félag íslenskra félagsvísindamanna
  • Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga
  • Félag leikstjóra á Íslandi
  • Félag lífeindafræðinga
  • Félag sjúkraþjálfara
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Fræðagarður
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
  • Ljósmæðrafélag Íslands
  • Prestafélag Íslands
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Hæfniviðmið

Að þátttakendur þekki helstu áskoranir og ávinning sjálfbærra innkaupa.

Að þátttakendur öðlist hæfni til að innleiða sjálfbærnikröfur í útboðsgögnum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudaginn 18. janúar 2024, frá kl. 9:00 -12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Brynjólfur Sigurðsson
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    18.000 kr.
  • Markhópur
    Þeir aðilar sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum s.s forstöðumenn, ábyrgðarmenn innkaupa, fjármála og rekstarstjórar.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
  • Mat
    Mæting

Gott að vita

Veffyrirlestur, upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.01.2024Sjálfbær innkaup09:0012:00Brynjólfur Sigurðsson