Innkaupaskólinn | Nýsköpun


Tilgangur og inntak þessa námskeiðs snýst um að valdefla þátttakendur við að beita ólíkum aðferðum við opinber kaup á nýsköpum. Þátttakendur verða upplýstir um þau tækifæri sem felast í nýsköpun fyrir opinbera kaupendur t.a.m. með umræðu um innlend og erlend raundæmi. Þátttakendur kynnast með hvaða hætti þeir geta knúið fram betri þjónustu, skilvirkari starfsemi og sparnað í rekstri með auknum opinberum kaupum á nýsköpun.

Helstu efnisþættir námskeiðisins:
Megináherslur opinberrar stefnumörkunar um innkaup og nýsköpun.
Munurinn á opinberri nýsköpun og opinberum innkaupum á nýsköpun.
Ólíkar tegundir og aðferðir við innkaup á nýsköpun.
Ferðalagið (verklag) frá áskorun að innleiðingu nýsköpunar.
Yfirferð yfir árangursrík opinber innkaup á nýsköpun.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur öðlist þekkingu á innkaupaaðferðum við innkaup á nýsköpun, geti stýrt undirbúningi slíkra innkaupa.

Að þátttakendur geti gert greinarmun á opinberri nýsköpun og innkaupum á nýsköpun, öðlast tól til að koma auga á þörf og innkaupatækifæri á nýsköpun

Að þátttakendur upplifi breytt viðhorf gagnvart verðmætasköpun í opinberum rekstri með kaupum og innleiðingu á nýsköpun.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur utan rauntíma og umræðutími til að fylgja eftir fyrirspurnum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar 6. maí. Fyrirspurnir berist kennara til og með 12. maí. Umræðutími á Teams 14. maí, kl. 10.00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sveinbjörn Ingi Grímsson, sérfræðingur á þróunarsviði Ríkiskaupa
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma, urmæðutími á Teams.
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.
  • Mat
    Áhorf.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.05.2024Innkaup á nýsköpun09:0012:00Sveinbjörn Ingi Grímsson