Stafræn umbreyting og leiðtogar
Námskeið á vegum Akademías fyrir öll sem vilja kynna sér þær umbreytingar sem eru að verða vegna stafrænnar þróunar og þau sem vilja leiða breytingar sem byggja á stafrænni umbreytingu innan fyrirtækja.
Stafrænar umbreytingar eru að gjörbreyta hvernig fyrirtæki starfa, hvernig neytendur versla og upplifa og hvernig starfsmenn vinna. Drifkraftur breytinga er alltaf að aukast og það er þegar ljóst að flest störf munu breytast og skapandi eyðilegging mun gera þau fyrirtæki úrelt sem leitast ekki við að breytast í takt við tímann. Það er mikil þörf fyrir stafræna leiðtoga sem skilja að stafræn umbreyting er ekki vegferð sem snýst um útlit heldur kjarnafærni fyrirtækisins.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar annars vegar um af hverju stafrænar umbreytingar munu hafa gríðarleg áhrif og eru tækifæri fyrir framtíðina og hins vegar um hlutverk stafræns leiðtoga í fyrirtækjum. Fjallað er um hvernig stafrænn leiðtogi þarf að búa til þverfagleg teymi sem hafa umbreytingar að leiðarljósi og miða að því að skerpa á kjarnafærni fyrirtækja.
Fyrirkomulag
Þú færð sendan póst tveimur virkum dögum eftir skráningu með kóða sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þú hefur aðgang að efninu í 12 mánuði og getur horft á efnið og lært eins oft og þú kýst á meðan. Námið skiptist í sex hluta og er um klukkustund að lengd
Helstu upplýsingar
- TímiNámskeiðið stendur aðildarfélögum til boða á haustönn 2022. Hægt er að skrá sig og hefja nám hvenær sem er á því tímabili.
- Lengd1 klst.
- UmsjónDr. Eyþór Ívar Jónsson, sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar
- Markhópurfyrir alla þá sem vilja kynna sér þær umbreytingar sem eru að verða vegna stafrænnar þróunar og þá sem vilja leiða breytingar sem byggja á stafrænni umbreytingu innan fyrirtækja.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatÞátttaka
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
26.10.2022 | Stafræn umbreyting og leiðtogar | Dr. Eyþór Ívar Jónsson |