Sjúkratryggingar Íslands | Að stjórna jafningjum
Vinnustofa fyrir Sjúkratryggingar Íslands.
Það eru margar áskoranir sem felast í því að vera einn af hópnum en samt sá aðili sem ber meiri ábyrgð en aðrir á verkefnum og árangri innan deilda og eininga án þess að vera með formleg mannaforráð.
Hvaða sýn hafa verkefnisstjórar á hlutverk sitt og hvernig eru þeir að stíga inn í það hlutverk að bera ábyrgð á frammistöðu þegar unnið er innan teymis?
Hvað felst í sálrænu öryggi á vinnustað og af hverju það er mikilvægt í teymisvinnu. Farið verður yfir það hvaða þættir það eru sem þurfa að vera til staðar til að teymi nái árangri og hvers það krefst af verkefnisstjóranum. Unnið verður með hvernig hægt er að styrkja sig í því að miðla skýrt upplýsingum um sýn og væntingar til starfsmanna. Hvernig veitum við hrós og endurgjöf og hvernig er hægt að veita uppbyggjandi og gagnlega endurgjöf.
Vinnustofan verður blanda af fræðslu, hópavinnu og umræðum og áhersla verður á opnar og heiðarlegar umræður. Markmiðið er að í lok vinnustofunnar gangi verkefnisstjórar út með aukna þekkingu sem strax verður hægt að vinna með.
Vinnustofan er aðeins fyrir þau sem boðuð eru á það.
Hæfniviðmið
Að öðlast öryggi í hlutverki verkefnisstjóra
Að að átta sig á hvað felst í sálrænu öryggi á vinnustað og hvers vegna það er mikilvægt í teymisvinnu
Að öðlast færni í að miðla skýrt upplýsingum um sýn og væntingar til starfsmanna
Að öðlast færni til að veita uppbyggjandi og gagnlega endurgjöf
Fyrirkomulag
Fræðsla, hópavinna og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 12. september kl. 8:30-11:30
- Lengd3 klst.
- UmsjónInga Þórisdóttir stjórnendaþjálfari er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og alþjóðlega vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.
- StaðsetningSjúkratryggingar Íslands
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurVerkefnisstjórar
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
12.09.2023 | Að stjórna jafningjum | 08:30 | 11:30 | Inga Þórisdóttir |