Skatturinn | Samskipti og símsvörun

Fjallað er um lykilatriði í þjónustu almennt svo sem þjónustulund, samskipti og lausnamiðaða nálgun hvers konar verkefna sem upp koma. Þáttur móttöku í að skapa ímynd stofnunar er dreginn fram og rætt um hvaða framkoma hentar á hverjum stað. Unnið er með leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini.

Farið er í eftirtalda þætti:

  • Hvernig áhrif hefur þú á hópinn?
  • Hverjir eru þínir styrkleikar?
  • Hvað þarft þú að bæta?
  • Hvernig er góð þjónusta?

Hæfniviðmið

Að vera meðvitaður um eigin styrkleika.

Að efla öryggi í samskiptum.

Að geta tekist á við erfiða viðskiptavini með lausnamiðaðri nálgun.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    8. febrúar 2024, kl. 08.30 - 09.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, sérfræðingur og ráðgjafi.
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá Skattinum
  • Gott að vita
    Námskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.02.2024Samskipti og símsvörun08:3009:30Sigríður Hulda Jónsdóttir