Trúnaðarmenn Sameykis | Tími með sérfræðingum á kjaradeild Sameykis

Hefur þú áhuga á kjara- og réttindamálum og langar í svör við álitaefnum?

Skráðu þig þá á þetta námskeið því hér er hugmyndin að trúnaðarmenn sendi inn fyrir fram spurningar og umræðuefni sem tengjast raunverulegum álitaefnum sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður síðan unnið með þær fyrirspurnir sem berast frá trúnaðarmönnum og unnið að lausnum.

Sömuleiðis er hér tækifæri fyrir trúnaðarmenn að koma á framfæri við sérfræðinga Sameykis helstu atriðum sem þeir telja að skipti máli í kjara- og réttindabaráttu félagsmanna.

Helstu efnisþættir:

 • Kjaratengd álitaefni.

Markmið að trúnaðarmaður:

 • Sé vel upplýstur um helstu þætti kjara- og réttindamála samkvæmt kjarasamningum
 • Eigi auðvelt með að taka þátt í og leiða sambærilega umræðu með samstarfsfólki á sínum vinnustað. 

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 13. október kl. 10:00-12:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Guðmundur Freyr Steinsson deildastjóri kjaradeildar Sameykis
 • Staðsetning
  Grettisgata 89, 105 Reykjavík (1. hæð)
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Trúnaðarmenn Sameykis
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
13.10.2022Kjara- og réttindamál10:0012:00Guðmundur Freyr Sveinsson