Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar
Skráningu er lokið á þetta námskeið en næsta námskeið er á dagskrá 15. feb. kl. 13:00 - 16:00, skráning opin til 29.jan.
Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar 15.feb.: skráning.
Gríðarleg aukning hefur orðið í framleiðslu texta á undanförnum áratugum. Sífellt fleiri þurfa að semja ritaða texta, oftast fremur stutta, bæði í starfi og einkalífi. Í langflestum tilvikum eru textar samdir til þess að aðrir lesi þá.
Nokkur lykilatriði sem hafa verður í huga eru tími, sjálfsöryggi, þekking á viðfangsefni, bygging texta, málfar og birting.
Farið verður í helstu einkenni texta sem samdir eru á íslensku og þátttakendur þjálfaðir í að semja stutta texta, t.d. tölvupósta, efni á innri vefi, heimasíður og fréttabréf.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Formlega texta: Markmið og einkenni.
- Stíl sem hæfir efni og ýmis álitamál sem upp koma.
- Rétt mál og rangt, gott mál og vont.
- Tölvupósta, innri vefi, heimasíður og fréttabréf.
Ávinningur þinn:
- Þekking á helstu hjálpargögnum, bæði prentuðum og rafrænum.
- Aðferðir til þess að bæta ritun í smáu og stóru.
- Öryggi við ritun texta.
- Kynnast þátttakendum á námskeiði sem eru í svipuðum sporum.
Hæfniviðmið
Að læra aðferðir til þess að bæta ritun, (bygging texta og málfar) þegar rita á styttri texta t.d tölvupósta, á innri vef, heimasíður eða fréttabréf
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.
Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 16. nóvember kl. 13:00-16:00
- Lengd3 klst.
- UmsjónSigurður Konráðsson, prófessor í íslensku
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurÆtlað öllum sem vilja láta taka alvarlega texta sem frá þeim fara.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(hjá)smennt.is
- MatÞátttaka
Gott að vita
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.
Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttkendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
16.11.2021 | Vönduð íslenska - tölvupóstar og stuttir textar | 13:00 | 16:00 | Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku. |