Copilot- hvað er nú það?
Á þessu námskeiði skoðum við hvað Copilot er og hvaða möguleika mismunandi útgáfur innihalda.
Farið er yfir hvernig Copilot vinnur í Word, Excel og Teams, sýnd verða dæmi um spurningar og verkefni sem hægt er að leysa, einnig rætt um ávinning og áskoranir við notkun gervigreindar í Office.
Efnisþættir:
- Hvað er Copilot?
- Mismunandi útgáfur Copilots (Free, Pro, MS365)
- Dæmi um notkun í Word, Excel og Teams
- Bestu spurningarnar (promptar)
- Ávinningur og áskoranir
- Spurt og svarað
Hæfniviðmið
Að skilja hvað mismunandi útgáfur Copilot geta gert
Að fá hugmyndir um hvernig hægt er að nýta Copilot í eigin vinnu
Fyrirkomulag
Kynning, sýnikennsla og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími8. október 2025, kl. 9.00-10.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd1,5 klst.
- UmsjónHermann Jónsson, sérfræðingur í stafrænum málefnum
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð10.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll áhugasöm um virkni Copilot
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
08.10.2025 | Copilot- hvað er nú það? | 09:00 | 10:30 | Hermann Jónsson |