Markmiðasetning - Vefnám kl. 9:00-11:00
Markmiðasetning er aðferð sem fjöldi fólks notar til að ná starfstengdum og persónulegum markmiðum. Að setja sér markmið er að ákveða hvaða árangri við viljum ná. Rannsóknir sýna að þeir sem ná miklum árangri í lífinu vita á hvaða mark þeir miða og hvað þeim finnst mikilvægt. Til að geta sett okkur markmið þurfum við að vita nákvæmlega hvað við viljum og þráum. Við þurfum að setja okkur raunhæf markmið og gera okkur í hugarlund hvernig við ætlum að ná þeim. Við þurfum svo að búa yfir þrautseigju, viljastyrk og sjálfsaga og gefast ekki upp þótt á móti blási.
Á námskeiðinu er farið í áhrifaríkar leiðir til að setja sér markmið. Þátttakendur ljúka námskeiðinu á því að hagnýta þær aðferðir sem kenndar eru með því að setja sér skrifleg markmið.
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
- Ávinningur markmiðasetningar
- Mismunandi aðferðir við markmiðasetningu
- Að horfa fram á við
- Hvað vil ég?
Ávinningur:
- Aukin færni í að setja sér árangursrík markmið
- Markvissari vinnubrögð
- Meiri innsýn í eigin þarfir og óskir
Kennsluaðferðir:
- Fyrirlestur
- Umræður
- Virk þátttaka
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í gegnum ZOOM forritiðHelstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 17. nóvember kl. 9:00-11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)
- TegundFjarnám
- Verð11.000 kr.
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka árangur sinn.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
17.11.2021 | Markmiðasetning | Ingrid Kuhlman |