Seljudalur | Aðstandandinn - hvað er til ráða? Kl. 9 - 12

Það að horfa á ástvin verða fíkninni að bráð er með því erfiðara sem hægt er að upplifa. Fíknivandi er einn af stórum samfélagslegum vanda sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Fíknin breytir karakter ástvina okkar oft það mikið að við þekkjum þá ekki lengur.
Námskeiðið "Aðstandandinn" miðar að því að skoða hvernig alkóhólisminn/fíknisjúkdómurinn snertir samskipti okkar og þess sem þjáist af sjúkdómnum og hvernig við getum nálgast alkóhólistann/fíkilinn á sem heilbrigðasta máta. 
Baldur þekkir þennan vanda frá öllum hliðum og kynnir hér stuttlega nálgun sem hann hefur beitt til þess að hjálpa fólki sem er að fást við fíknihegðun með góðum árangri. 
 

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir því hvernig alkóhólisminn/fíknisjúkdómurinn snertir samskipti okkar og þess sem þjáist af sjúkdómnum.

Að kunna leiðir til að nálgast alkóhólistann/fíkilinn á sem heilbrigðasta máta.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudagur 22. september kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Baldur Einarsson, Framkvæmdastjóri/CEO hjá Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð.
 • Staðsetning
  Í „Búrinu“ í kjallara Ráðhússins á Tjarnargötu 12, 260 Reykjanesbær.
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk Seljudals Reykjanesbæ
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
 • Mat
  Mæting og þátttaka
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélagið greiðir námskeiðsgjald fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
22.09.2023Aðstandandinn - hvað er til ráða?09:0012:00Baldur Einarsson