Þema V | Grisjun skjala
Grisjun skjala felur í sér að skjöl sem tilheyra tilteknu skjalasafni eru tekin úr safninu og þeim eytt eða fargað samkvæmt viðeigandi reglum að fenginni heimild til grisjunnar.
Á námskeiðinu verður fjallað um lög um opinber skjalasöfn og hvað segir þar um grisjun skjala hjá afhendingarskyldum aðilum (opinberum aðilum) og aðrar reglur sem hafa verið settar um varðveislu og eyðingu skjala.
Þá verður farið yfir það hvað er skoðað þegar ákveðið er að veita heimild til að eyða skjölum hjá afhendingarskyldum aðilum. Ásamt því hvernig á að sækja um heimild fyrir grisjun skjala og svo eru tekin raunveruleg dæmi þar sem grisjun hefur verið samþykkt eða henni hafnað.
Hæfniviðmið
Að þekkja hvaða lög og reglur gilda um varðveislu og eyðingu skjala.
Að þekkja þá þætti sem litið er til þegar metið er hvort skjöl eigi að vera varðveitt eða hvort hægt sé að eyða skjölunum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 15. febrúar 2023 kl. 9:00-10:30.
- Lengd1,5 klst.
- UmsjónÁrni Jóhannsson
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundStaðnám
- Verð8.250 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Gott að vitaNámskeiðið er hluti af námslínunni „Launaskólinn“ en er opið öllum óháð þátttöku í námslínunni.
- Mat90% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
15.02.2023 | Grisjun skjala | 09:00 | 12:00 | Árni Jóhannsson |