BVV - Að takast á við breytingar/Að innleiða breytingar - Vefnám

Námskeið um Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. 

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og því mikilvægt að geta tekist á við þær með jákvæðum hætti. Farið er yfir mikilvæga færniþætti starfsmanna í atvinnulífi á 21. öldinni, hvernig þeir tengjast starfsánægju og hæfni til að takast á við breytingar. Námskeiðið er ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum, eru í breytingaferli, að innleiða breytingar eða takast á við eftirmála breytinga. Unnið er með þætti eins og viðmót og eigin túlkun. Tækifæri geta falist í breytingum og jákvætt viðhorf gagnvart þeim falið í sér nýja og spennandi möguleika. Farið er yfir hagnýta lista fyrir stjórnendur varðandi mikilvæga þætti við innleiðingu breytinga og einnig hvað ber að varast við innleiðingu breytinga. Einnig helstu atriði sem æskilegt er fyrir starfsmann að tileinka sér þegar breytingar eru á vinnustað.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að skilja og þekkja ferli breytinga

Að þekkja aðferðir og leiðir til að takast á við breytingar

Að átta sig á lykilatriðum stjórnenda í breytingaferli og við innleiðingu breytinga

Að geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Að tileinka sér jákvætt viðhorf vaxtar og tækifæri gagnvart breytingum á vinnustað

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 17. desember kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA náms- og starfsráðgjöf og MBA stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og starfsmenn í vaktavinnu hjá stofnunum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Ef þátttakandi getur ekki tekið þátt í námskeiði sem hann hefur skráð sig á, verður viðkomandi að afskrá sig á „mínum síðum“, þar sem aðeins er hægt að skrá sig einu sinni á hvert námskeið.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
17.12.2020Að takast á við breytingar/Að innleiða breytingarSigríður Hulda Jónsdóttir