Dómstólasýslan - Öryggismál og varnarviðbrögð

Það er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef erfiðar og óæskilegar aðstæður skapast í starfi.
Þær aðstæður geta komið upp að mikilvægt sé fyrir starfsmenn að geta varið bæði sig og aðra.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og hvernig best sé að bregðast við yfirvofandi hættu.
Megináhersla námskeiðsins er að forðast bein líkamleg átök og ræða leiðir til að róa árásargjarna einstaklinga.

Kennari:
Felix Högnason, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló. 
Felix er atferlisfræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu í vinnu með einstaklingum sem sýnt geta alvarlegan hegðunarvanda. Hann hefur haldið fjölda námskeiða í varanarviðbrögðum fyrir starfsfólk innan velferðarþónustu og skóla. Felix er með 3. dan svart belti í ju jitsu og hefur starfað sem kennari hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur.

Hæfniviðmið

Aukin þekking á einkennum hegðunar sem getur leitt til árása og ofbeldis.

Aukin geta til að stýra einstaklingum í árásarham aftur í jafnvægi.

Aukin hæfni til að forðast átök í aðstæðum þar sem hætta er á líkamlegum átökum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur (sirka 1,5 klst) og æfingar (sirka 2,5 klst.).

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 30. september kl. 12:30 – 16:30
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Felix Högnason, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló
  • Staðsetning
    BSRB húsið, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er eingöngu ætlað starfsmönnum dómstólanna.
  • Gott að vita
    Gott að mæta í þægilegum fatnaði.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.09.2020Sjálfsvörn og öryggi12:0016:00Felix Högnason