Isavia | Ólíkar stjórnunaraðferðir

Spjallað um stjórnun – Anna Björk framkvæmdarstjóri eða Bjarni P. Tryggvason forstöðumaður mæta í stutt morgunspjall.  

Eyþór kennir síðan um ólíka stjórnunarhætti en í bókinni Primal Leadership eftir Richard Boyatzis, Daniel Goleman og Annie McKee er greint frá niðurstöðum á viðamiklum rannsóknum á frammistöðu 3.870 leiðtoga um allan heiminn og hvernig þeir ná að laða fram það besta hjá sínu fólki. Niðurstöður þeirra sýna að árangursríkir leiðtogar treysta ekki á eina aðferð í stjórnun heldur beita mismunandi aðferðum, allt eftir aðstæðum. Líkja má aðferðunum við mismunandi golfkylfur þar sem golfarinn velur hentuga kylfu eftir aðstæðum.
 
Á námskeiðinu verður farið ofan í saumana á þeim sex aðferðum sem áhrifaríkir stjórnendur nota og hvenær hægt er að nýta þær. Fjórar aðferðir hafa mjög jákvæð áhrif á starfsanda en tvær hafa ekki jákvæð áhrif og í sumum tilfellum neikvæð áhrif en eru engu að síður áhrifaríkir og nauðsynlegir í vissum aðstæðum. 
 
Um er að ræða hagnýtar aðferðir sem gagnast öllum stjórnendum sem vilja auka færni sína í stjórnun starfsmanna.

Hæfniviðmið

að öðlast betri þekkingu á ólíkum stjórnunaraðferðum og hvenær þær virka

að bæta starfsandann

að auka færni í stjórnun

að auka færni í að beita ólíkum stjórnendaaðferðum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    16. mars 2023, frá kl. 8:30 - 9:00, Anna Björk Bjarnadóttir og frá 9:00-12:00 Eyþór Eðvarðsson.
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson og Anna Björk Bjarnadóttir
  • Staðsetning
    Kennslustofa, Eystra flughlað.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur hjá Isavia.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir þau sem boðuð hafa verið á námskeiðið.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    100% mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
16.03.2023Spjallað um stjórnun – Anna Björk framkvæmdarstjóri eða Bjarni P. Tryggvason forstöðumaður mæta í stutt morgunspjall. 08:3009:00Eyþór Eðvarðsson
16.03.2023Ólíkar stjórnunaraðferðir09:0012:00Eyþór Eðvarðsson