Að lifa breytingar - breytingastjórnun

Samfélag nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og sífellt örari breytingum. Það er því mikilvægt er vera undir þær búinn og vera opinn fyrir nýjum tækifærum sem þeim fylgir. 

Á námskeiðinu er farið yfir eðli breytinga og hvaða áhrif þær hafa á fólk og vinnustaði. Einnig eru kynnt ráð sem grípa má til í því skyni að auka árangur breytinga. 

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir áhrifum breytinga á fólk og vinnustaði

Að geta aukið árangur breytinga með ýmsum ráðum

Að geta gert breytingar að bærilegri lífsreynslu

Fyrirkomulag

Opni Háskólinn í Reykjavík sendir skráðum þátttakendum póst til staðfestingar á skráningu. Þau senda einnig póst með slóð á námskeiðið, athugið að sá póstur lendir stundum í ruslpósthólfinu.

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim tíma og hraða sem hentar hverjum og einum.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 18. desember 2025 en upphafið er valfrjálst
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Dr. Þóranna Jónsdóttir, ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem ganga í gegnum breytingar á sínum vinnustað
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík. ATH. Sæti á námskeiðið er aðeins tryggt þegar staðfesting hefur borist frá Opna háskólanum

  • Mat
    Áhorf
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.12.2025Að lifa breytingar - breytingastjórnun00:0000:00Dr. Þóranna Jónsdóttir